Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Miðvikudagur, 12 apríl 2023 15:34

Þróttur ehf - Stóra-Fellsöxl malarnáma. - Auglýsing

Umsókn um  starfsleyfi fyrir malarnámu að Stóru-Fellsöxl Hvalfjarðarsveit barst þann 4. apríl 2023 ásamt fylgigögnum. Umsækjandi  fyrir hönd  Þróttar ehf; kt: 420369-3879, er  Fannar Freyr Helgason. 

Í umsókn kemur fram: " Malarnám í Stóru-Fellsöxl í Hvalfjarðarsveit. Áætlað er að vinna efni á bilinu 10.000 - 50.000 m3 á ári". Með umsókn fylgdi greinargerð og kort af núverandi efnistökusvæði og framtíðarsvæði. 

 Leyfi fyrir malarnámur er gefið út skv.  lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998 og ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, X-viðauki grein 2.6. 

Starfsleyfi mun byggja í grunnatriðum á starfsleyfisskilyrðum sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar ásamt ákvæðum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands  Starfsleyfisskilyrði fyrir stórar námur  

 

Athugasemdir skulu berast á  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 10. maí 2023.

Hér er  má finna gögn vegna umsóknarinnar.  Stóra-Fellsöxl umsókn og greinargerð 

Read 363 times