Orka náttúrunnar kt: 471119-0830, sækir um starfsleyfi fyrir "verkefni sem felst í að haugsetja setefni úr inntakslóni Andakílsárvirkjnar í landi Syðstu-Fossa".
Umsókn um starfsleyfi fyrir verkefninu ásamt fylgigögnum barst 13. júlí s.l. Umsækjandi fyrir hönd Orku náttúrunnar er Atli Björn Levy. Sjá hér: Umsókn ON
Í greinargerð kemur fram að framkvæmdirnar fela m.a í sér uppgröft og haugsetningu á seti sem sest hefur til í lóni Andakílsárvirkjunar. Framkvæmdin er tilkynningarskyld þar sem áætlað er að fjarlægja á bilinu 70.000 (+/- 15000) m3, af seti á yfir um 2,5 hektara svæði í landi Syðstu-Fossa. Uppgröftur og haugsetning eru hluti af endurbóta-og viðhaldsframkvæmd við Andakílsárvirkjun sem ráðist verður í þegar öll tilskilin leyfi liggja fyrir. Sjá greinargerð með umsókn hér: Greinargerð ON
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands óskaði eftir umsögn Umhverfisstofnunar vegna umsóknarinnar og gerir stofnunin ekki athugasemdir við framkvæmdina. Sjá hér: UST umsögn
Leyfi fyrir margvíslega vinnslu og meðferð jarðefna er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998 og ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, X-viðauki grein 2.7.
Starfsleyfið mun byggja í grunnatriðum á starfsleyfisskilyrðum sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar ásamt ákvæðum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is) ásamt því að taka mið af ákveðnum starfsleyfisskilyrðum fyrir efnistöku og vinnslu jarðefna.
Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 22. nóvember 2023.