Heilbrigðiseftirlit Vesturlands auglýsir lausa til umsóknar stöðu heilbrigðisfulltrúa með starfssvæði á Vesturlandi og í Kjósarhreppi. Skrifstofa er í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit.
Heilbrigðisfulltrúar starfa í umboði heilbrigðisnefnda og hafa umsjón með starfsleyfum fyrirtækja og eftirlit með hollustuháttum, matvælum, umhverfisgæðum og mengandi starfsemi í samræmi við eftirlitsáætlun hverju sinni.
Laun taka mið af kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í starfið frá 1. september 2023.
Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Narfason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands í síma 6206566, netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Sjá nánar auglýsingu um starfið hér:
Heilbrigðisfulltrúi - Vesturland | Heilbrigðiseftirlit Vesturlands (alfred.is)