Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Miðvikudagur, 02 mars 2022 09:48

3. mars : Alþjóðlegur dagur heyrnar

Alþjóðlegur dagur heyrnar er 3. mars ár hvert og vill Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að því tilefni  hvetja alla til að kynna sér fræðsluefni á vefsvæði Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands.

Á vefsvæðinu  segir meðal annars: 

" 3. mars ár hvert er alþjóðlegur DAGUR HEYRNAR. 
Í ár er áherslan á ungt fólk og fyrirbyggjandi aðgerðir til varnar heyrnarskerðingu.Sífellt fleiri verða fyrir heyrnarskerðingu vegna of mikils hávaða og þegar heyrn hefur tapast er ekki hægt að lækna það. Að hlusta á hávær hljóð skemmir taugar í eyrum og getur leitt til heyrnartaps eða stöðugs suðs í eyrum (tinnitus). Ekki eru allir sem vita að til eru ýmis úrræði og leiðir til að minnka líkur á heyrnartapi vegna hávaða, eins og t.d. að nota hlustunartappa á tónleikum, gæta að hljóðstyrk í heyrnartólum og hversu lengi er verið að hlusta. Hvetjum til öruggra hlustunarvenja og fræðum um heyrnarvarnir. " 

Sjá nánar á :  Heyrnar og talmeinastöð íslands (hti.is)

Read 549 times