Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

Miðvikudagur, 23 september 2020 13:38

Auglýsing tímabundið starfsleyfi- Meðhöndlun asbests

Breytt 6. október 2020:

HeV féll frá ákvörðun um auglýsingu á starfsleyfi fyrir neðangreinda starfsemi Þrótts ehf á grunni reglugerðar nr. 705/2009. Ekki er um eiginlega meðhöndlun asbest að ræða heldur aðeins að rörin eru fjarlægð og flutt til urðunar. 

Tímabundið leyfi fyrir fjarlægingunni á asbeströrum  hefur verið gefið út og gildir til 5. desember 2020.

 

(  Atvinnurekstur sem meðhöndlar asbest- Þróttur ehf., 

Hér með eru auglýst drög að tímabundnu starfsleyfi fyrir starfsemi Þróttar ehf við meðhöndlun á asbest hitaveiturörum, þ.e leyfi fyrir að fjarlægja rörin og koma þeim til förgunar á viðurkenndum urðunarstað.  Um er að ræða hitaveiturör úr fyrrum lagnaæð Veitna ohf í landi  Litlu Fellsaxlar og Kjalardals í Hvalfjarðarsveit.

HeV gefur út meðfylgjandi starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem meðhöndlunar á asbest skv reglugerð nr. 705/2009. Leyfið er gefið út skv.  og lögum um hollustuhætti og mengungarvarnir nr. 7/1998.

Starfsleyfisskilyrði fyrir atvinnurekstur sem meðhöndlar asbest  ber að auglýsa í minnst 4 vikur á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, www.hev.is, skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018  ( viðauki X, 9.11. ) um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.

Þróttur ehf - Tillaga að starfsleyfi    Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skal senda skriflegar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 22. október n.k.  ) 

 

 

 

Read 621 times Last modified on Miðvikudagur, 07 október 2020 11:34