Hér með er auglýst tillaga að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir rekstur Andakílsárvirkjunar, vegna 8,2 MW rafmagnsframleiðslu sem nýtir vatnasvið Skorradalsvatns og Andakílsár.
Umsækjandi er Orka náttúrunnar ohf., kt: 471119-0830.
Fyrra leyfi var gefið út 10. maí 2012 og gilti til 10. maí 2024. Umsókn um endurnýjun leyfis barst 29. nóvemar 2023. Heilbrigðisnefnd Vesturlands samþykkti á 189. fundi, 6. maí 2024 að framlengja leyfið til 10. maí 2025 þar sem óskað var eftir frekari gögnum frá umsækjanda. Í samræmi við 6.grein laga nr. 7/1998 og lög nr. 66/2020 er útgefanda starfsleyfis heimilt að framlengja gildistíma starfsleyfis á meðan nýtt starfsleyfi er í vinnslu, að hámarki til eins árs.
Andakílsárvirkjun í Borgarbyggð er vatnsaflsvirkjun sem reist var á árunum 1945-1947. Hún virkjar fall Andakílsár úr Andakílsárlóni niður á láglendið neðan gljúfranna. Skorradalsvatn er staðsett ofan lónsins og rennur áin úr vatninu. Áhrifa vatnsmiðlunar virkjuninnar gætir í Skorradalsvatni og eru mannvirki staðsett við útfall vatnsins í Andakílsá efri vegna þess.
Hér má finna tillögu að endurnýjuðu starfsleyfi : Andakílsárvirkjun tillaga . Í tillögunni er einnig að finna búnaðarlista virkjunarinnar og vöktunaráætlun. Leyfið mun gilda til 12 ára frá útgáfudegi.
Starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 6. maí 2025.